Nýr stjórnandi í Reynisholti

Skóli og frístund

""
Aðalheiður Stefánsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Reynisholti og tekur hún við starfinu 1. ágúst. 
Aðalheiður hefur góða innsýn og reynslu af stjórnunarstörfum í leikskóla, en hún hefur frá árinu 2008 verið aðstoðarleikskólastjóri í Reynisholti. Hún lauk prófi frá Háskóla Íslands, B.Ed. í leikskólakennarafræðum, árið 2006 og diplómu í stjórnun menntastofnana árið 2014. Hún stundar nú meistaranám við H.Í.
 
Reynisholt er fjögurra deilda leikskóli í Grafarholti fyrir 87 börn. Sigurlaug Einarsdóttir, sem nú lætur af störfum, hefur stjórnað skólanum frá upphafi eða frá haustinu 2005. Henni er þakkað frábært fagstarf í þágu reykvískra barna.