Ný upplýsingastefna Reykjavíkurborgar – opið fyrir ábendingar og hugmyndir

Stjórnsýsla

""

Nú er unnið er að endurskoðun upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar en núverandi stefna er frá árinu 2000. Drög að nýrri stefnu eru í vinnslu hjá stýrihópi sem mun skila þeim til stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir 30. apríl nk.  Stjórnkerfis- og lýðræðisráð mun svo leggja stefnuna fram til staðfestingar borgarráðs.   

Í samræmi við auknar áherslur á samráð og íbúalýðræði hjá Reykjavíkurborg eru drög að stefnunni birt á vefnum og allir hvattir til að kynna sér þau og senda inn ábendingar og athugasemdir.  
 
Opnuð hefur verið vefsíða þar sem finna má drögin að stefnunni eins og þau eru á hverjum tíma. Á síðunni er opið fyrir alla að senda inn hugmyndir og ábendingar sem teknar verða til skoðunar í vinnuhópnum. 
 
Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verður með opinn fund Menningarhúsi Grófinni, 1. hæð þann 30. mars nk. klukkan 17-19 og þar verður fjallað um drögin.

Stýrihópurinn tekur við ábendingunum og nýtir þær við vinnu sína. 

Stýrihópinn skipa:

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi, formaður;
Heiða Björg Hilmisdóttir varaborgarfulltrúi;
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi.

Starfsmaður hópsins er Ásta Guðrún Beck erindreki gagnsæis og samráðs.