Nemendur frá fimm löndum heimsækja Grandaskóla

Skóli og frístund

""

Mikið fjör var í Grandaskóla í morgun þegar þangað komu í heimsókn 22 nemendur og kennarar frá Ungverjalandi, Rúmeníu, Spáni, Þýskalandi og Póllandi.  

Gestirnir dveljast hér í viku og taka þátt í þriggja ára Evrópuverkefni á vegum Erasmus +.  Það snýst um að fræðast um fugla í öllum þeim löndum sem taka þátt í verkefnum og vinna margvísleg verkefni í tengslum við þær rannsóknir.  

Í morgun skoðuðu gestirnir verkefni barnanna í Grandaskóla, sáu danssýningu og hlustuðu á bekkjarbandið í 6. bekk. Að því loknu var farið í fuglaskoðun út í Gróttu þar sem fuglalífið er í miklum blóma.  

Áður hafa þessir nemendur hist í nemendabúðum í Þýskalandi, Rúmeníu, Póllandi og Spáni. 
Næsta vetur verður lokið við að þróa og staðfæra frá 30 kennslustunda námsefni um fugla og það kynnt kennurum í þátttökulöndunum. Það mun síðar verða aðgengilegt á evrópska skólavefnum eTwinning.