Á mörgu að taka í málefnum innflytjenda

Mannréttindi

""

Fjölmenningarráð Reykjavíkur og mannréttindaskrifstofa héldu í dag fjölmennan og áhugaverðan fund undir yfirskriftinni: Skipta atkvæði innflytjenda máli? 

Á fundinum kom fram að víða er pottur brotinn þegar kemur að málefnum innflytjenda. Einnig kom fram að af átta stjórnmálaflokkum hafa einungis tveir þeirra lagt í þá vinnu þýða vefsíður sínar og stefnur á annað tungumál. Önnur mál sem brunnu á fundargestum voru húsnæðismál og þá sérstaklega slæm og alvarleg staða á leigumarkaði. Fulltrúar flokkanna voru sammála um að styðja verði við móðurmálskennslu tvítyngdra barna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þau börn sem hafa góð tök á eigin móðurmáli, gengur betur að læra íslensku. 

Frá Samfylkingu: Dagur B. Eggertsson, Bjartri Framtíð: S. Björn Blöndal, Vinstri Grænum: Líf Magneudóttir, Sjálfstæðisflokki: Áslaug María Friðriksdóttir, Framsókn: Hreiðar Eiríksson, Pírötum: Þórgnýr Thoroddsen, Alþýðufylkingunni: Valdimar Valdimarsson og frá Dögun: Salmann Tamimi.