Minningarverðlaun Arthúrs Morthens

Skóli og frístund

""
Skóla- og frístundaráð ákvað á fundi sínum í dag að stofna til minningarverðlauna í nafni Arthúrs Morthens sem lést í liðnum mánuði.  
Arthúr vann um áratuga skeið sem sérfræðingur á sviði sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur og var brautryðjandi við að innleiða þar stefnu um skóla án aðgreiningar. Hans verður minnst sem afburða skólamanns sem vann ötullega að velferð barna og framþróun í skólamálum.
 
Minningarverðlaunin verða veitt árlega, næstu fimm árin, einum grunnskóla í borginni, sem viðurkenningu fyrir störf í anda stefnunnar um skóla án aðgreiningar.