Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis framundan í Reykjavík

Umhverfi Skipulagsmál

""
Málþing um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis stendur nú yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur, en það hófst í morgun á kynningu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem fór yfir þá miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem nú er í gangi og fyrirsjáanleg á næstu árum. Erindi Dags verður aftur á dagskrá á morgun laugardag kl. 10.30. 
 

Sjö þúsund íbúðir samþykktar í deiliskipulagi eða í skipulagsferli

Í morgun var kastljósinu beint að skipulagi og framkvæmdum við íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Dagur gaf gott yfirlit um uppbygginguna og svaraði spurningunum hvar, hver og hvenær í þremur köflum:
 
  • 3.500 nýjar íbúðir samþykktar í deiliskipulagi
  • 3.500 nýjar íbúðir í skipulagsferli
  • 4-5.000 nýjar íbúðir á þróunar- og framtíðarsvæðum
Kynningarglærur Dags má skoða hér sem pdf-skrá. Uppbyggingaráformin hafa verið kortlögð og er stór yfirlitsmynd hluti af sýningunni.

Óskir og þarfir íbúa

Málþingið stendur yfir í dag og á morgun, auk þess sem sýning um sama efni er opin. Dagskrá þeirra þriggja málstofa sem boðið er uppá má finna á vefslóðinni reykjavik.is/uppbygging

Efir hádegi í dag verður fjallað um nútíma borgarþróun og breyttar óskir og þarfir íbúa.  Á morgun, laugardag,  hefst málstofa kl. 10.30 þar sem rætt verður um vandamál og hugsanlegar lausnir í húsnæðismálum m.a. í efnahagslegu tilliti og möguleika ungs fólks til að fá þak yfir höfuðið.