Miðja máls og læsis opnar heimasíðu

Mannlíf Skóli og frístund

""

Á nýju vefsíðunni er að finna margvíslegar upplýsingar fyrir foreldra og kennara um málþroska og læsi. Miðja máls og læsis er þekkingarteymi sem er kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfinu til stuðnings og veitir ráðgjöf og fræðslu. Teymið var sett á laggirnar sem lið í átaki til að efla lestur og lestrarkennslu í borginni. 

Opnun vefsíðunnar var fagnað í dag með þekkingarteymi og vefururum, en hún er efnis- og notadrjúg öllum þeim sem vinna með börnum og ungmennum.  

Miðja máls og læsis er til húsa í Háaleitisskóla/Hvassaleiti. Dröfn Rafnsdóttir veitir því forstöðu.