Lífið í þorpinu

Mannlíf Menning og listir

""
Það verður ýmislegt um að vera á Árbæjarsafni í sumar og næstkomandi sunnudag býðst gestum að njóta þess að upplifa ferðalag aftur í tímann. Að þessu sinni verður áherslan lögð á lífið í þorpinu. 
Gestir fá að kíkja í heimsókn og það er víst að heimilisfólkið mun ekki sitja auðum höndum. Gestir geta kíkt í prentsmiðjuna og fengið að spreyta sig á því að prenta auk þess að gæða sér á lummum í Hábæ. Í Nýlendu situr spákona og býður gestum og gangandi í stutt spjall. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap. Í haga eru hestar kindur og lömb.
 
Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi. Opið frá 13-16 sunnudaginn 26. júní.
Frítt inn fyrir yngri en 18 ára, 70 ára og eldri og öryrkja.
 
 
 
Life in the village
Árbær Open Air Museum comprises a village-like collection of over twenty “homes,” each of which is a separate exhibition. Visitors learn how Reykjavík developed from a few scattered farms into the capital of Iceland. On Sunday June 26 guests are invited to experience a journey back in time as they watch the people in the village in their period costumes doing traditional chores in and outside of the houses. Up in the loft at the original Árbær farmhouse building tasty Icelandic ‘lummur’ pancakes will be cooked as yarn is spun in the traditional way. In a house called Nýlenda sits a fortune-teller ready to read your destiny. Who can tell what good fortunes lie ahead?
Light refreshments will be available at Dillon’s Museum Café!
Admission is free for children 17 years and younger, elderly over 70 years of age and disabled people.
 
Árbær Open Air Museum
Sunday June 26
13:00 – 16:00