Líðan barna í íþróttum

Skóli og frístund Velferð

""

Hvernig líður börnum í íþróttum?  Spurt er á síðasta morgunverðarfundi vetrarins hjá Náum áttum hópinum. 

Fundurinn er að venju haldinn á Grand hóteli frá 8.30-10.00

Framsöguerindi flytja;

Margrét Guðmundsdóttir,aðjúnkt íþróttafræðasvið Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, fjallar um líðan barna í íþróttum.

Sveinn Þorgeirsson,aðjúnkt íþróttafræðasvið Háskólans í Reykjavík og yfirmaður afrekasviðs Borgarholtsskóla,  fjallar um samfélagslegt hlutverk íþrótta.

Að lokum tala þær Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ, og Ragnhildur Skúladóttir, starfsmaður ÍSÍ, um að sýna karakter og markmið og áherslur í íþróttastarfi.

Fundarstjóri er Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri íþrótta- , æskulýðs- og menningarmála mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. 

Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.