Léttum á umferðinni

Samgöngur Skipulagsmál

""

Opið morgunverðarmálþing um samgöngur í Reykjavík verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á föstudagsmorgun, 31. mars. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur opnunarerindið en á eftir ávarpi hans koma níu fróðlegar kynningar um allt er tengist samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Þar mun m.a. verða fjallað um borgarlínuna, stöðu hennar og næstu skref, hvað er á döfinni, rafvæðingu samgangna, fjölorkustöðvar, álagstoppa í umferðinni og samgöngusamninga svo eitthvað sé nefnt. Boðið verður upp á léttan morgunverð fyrir fundinn sem hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 12.

Öll velkomin.

Dagskrá

Opnunarerindi: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Stuttar kynningar á ýmsum verkefnum og viðfangsefnum í borgarsamgöngum

Borgarlína – staðan og næstu skref  /  Lilja G. Karlsdóttir

Strætó – hvað er á döfinni? /   Ragnheiður Einarsdóttir

Rafvæðing samgangna – hvað er framundan hjá ON? / Bjarni Már Júlíusson

• Fjölorkustöðvar og önnur verkefni Íslenskrar NýOrku / Jón Björn Skúlason

• Umferðargreining á stofnvegakerfinu - hvar eru flöskuhálsar? / Berglind Hallgrímsdóttir

• Umferðarspár 2040 – framkvæmdir og ferðamátaval / Grétar Mar Hreggviðsson

• Samgöngusamningar fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar / Helga Björg Ragnarsdóttir

• Álagstoppar í umferðinni  / Svanhildur Jónsdóttir

• Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar – verkefni næstu missera / Þorsteinn R. Hermannsson

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, dregur saman efni dagsins.
Fundarstjóri: Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs