Leitað leiða til að fjölga fagfólki í frístundastarfinu

Skóli og frístund

""

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í dag að efna til formlegs samstarfs Félag fagfólks í frítímaþjónustu, háskóla og mennta- og menningarmálaráðuneytið um leiðir til að fjölga fagfólki á vettvangi frístundamála. 

Samþykkt ráðsins felur einnig í sér að bæta starfsumhverfi starfsfólks í frístundastarfinu með það að markmiði að gera störf á vettvangi frítímans eftirsóknarverðari.

Starfshópi verður falið þetta verkefni og verður hann skipaður fulltrúum skóla – og frístundaráðs, stjórnendum og starfsmönnum frístundamiðstöðva, Félags fagfólks í frítímaþjónustu, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háskóla Íslands, þar með talið Menntavísindasviðs, auk fulltrúa skóla- og frístundasviðs.

Skóla- og frístundaráð hefur sett af stað vinnu til að styrkja faglega stöðu leikskólakennara og grunnskólakennara með það fyrir augum að gera störf þeirra eftirsóknarverðari.