Leiklistarhátíð í Breiðholtsskóla

Menning og listir Skóli og frístund

""

Á dögunum efndu börn af frístundaheimilum í Breiðholti til leiklistarhátíðar í sal Breiðholtsskóla.

Á hátíðinni voru sýnd brot úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni  sem byggir á samnefndri sögu Þorvaldar Þorsteinssonar. Um 70 börn af frístundaheimilunum Álfheimum, Bakkaseli, Vinaheimum og Vinaseli túlkuðu Möddu-mömmu, Dreitil uppfinningadverg og aðra íbúa Ævintýraskógarins, sem þurfa að taka á öllu sínu til að frelsa Putta litla úr klóm Nátttröllsins. Áhorfendur, jafnt sem leikendur, skemmtu sér konunglega í Breiðholtsskóla á þessari skemmtilegu sýningu.