Kröfu um ógildingu á sveitarstjórnarkosningum hafnað

Mannlíf

""
Kröfum kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík sem fram fóru þann 31. maí síðastliðinn hefur verið hafnað samkvæmt úrskurði nefndar sem fjallaði um kæruna.
Lögð var fram kæra hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna kosninga til borgarstjórnar sem fram fóru þann 31. maí síðastliðinn. Meðal kæruefna var kjörgengi oddvita Framsóknarflokks og flugvallarvina, annmarkar á talningu atkvæða á kosninganótt og skipun yfirkjörstjórnar. Í úrskurðinum segir að kröfu kæranda um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík þann 31. maí 2014 vegna kjörgengis oddvita Framsóknar og flugvallarvina er vísað frá kjörnefndinni. Kröfu um ógildingu af öðrum ástæðum er hafnað.