Jólaskógurinn í Ráðhúsinu

Mannlíf Menning og listir

""
Jólaskógurinn í Ráðhúsinu verður opnaður föstudaginn 27. nóvember kl. 15:00 og þar verður boðið upp á tónlist, smákökur og heitt kakó. 
Jólaskógurinn verður með nokkuð kvenlegum áherslum í ár til að fagna 100 ára kosningaafmæli kvenna.  Á aðventunni verður svo efnt til ýmissa skemmtilegra viðburða í Jólaskóginum sem auglýstir verða síðar.

Dagskrá:
kl. 15:05              Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar opnar Jólaskóginn
kl. 15:10              Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans flytur stutt erindi um undirbúning jólahalds fyrr og nú, hefðir sem haldist                                        hafa í gegnum árin og helstu breytingar

kl. 15:25              Brynhildur Björnsdóttir syngur með undirleik og spjallar um kynjahlutverk í gömlu íslensku jólalögunum

Ef þú ert á ferðinni í miðbænum, skelltu þér inn í hitann í Jólaskóginum og yljaðu þér á heitu kakói og smákökum!

 

English
The official opening of the Winter Woods inside the City Hall will be on Friday, 27 November at 3 o‘clock .  Everyone is welcome to come and enjoy music, cookies and hot chocolate on the opening day.  The theme of the Winter Woods this Christmas will be dedicated to women, celebrating the 100th anniversary of Icelandic women´s right to vote.  There will also be several Christmas events within the Winter Woods during advent, advertised at a later stage.