Hvernig er miðborgin að breytast?

Atvinnumál Framkvæmdir

""

Miklar breytingar eru að verða á miðborg Reykjavíkur og í tengslum við HönnunarMars verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur um þróun byggðar í miðborginni.

Markmiðið með sýningunni er að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir og fyrirhuguð er, auk þess sem saga og þróun miðborgarinnar verður sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum við borgarbúa og framkvæmdaaðila.

Sýningin ber yfirskriftina Hvað er í gangi? – Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur.  Opnað verður formlega fimmtudaginn 23. mars og er gert ráð fyrir að hún verði uppi næstu tvö ár.  Sýningin mun taka breytingum á þeim tíma og munu uppbyggingarverkefni og þeir reitir sem fara í þróun hverju sinni verða kynntir sérstaklega.  Gestir geti þannig glöggvað sig á þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru eða eru í gangi á hverjum tíma. Í tengslum við sýninguna er gert ráð fyrir fyrirlestrum og uppákomum.  

Sýningarhönnun er í höndum Studio Granda.

Enginn aðgangseyrir er á sýninguna. Ráðhúsið er opið alla daga kl. 8 – 20.

Tengt efni: