Hvatningarverðlaun velferðarráðs

Velferð

""

Velferðarráð óskar  eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna 2016 fyrir eftirtektarverða alúð, þróun og/eða nýbreytni í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar

Ráðgert er að veita verðlaunin 10. febrúar næstkomandi sem jafnframt er þekkingardagur sviðsins, ÞEKKVEL-dagurinn.  Þetta er í sjötta sinn sem verðlaunin eru veitt á velferðarsviði.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að örva og vekja athygli á því mannbætandi og gróskumikla starfi sem fer fram í velferðarþjónustu borgarinnar.  Verðlaunin eiga að vera viðurkenning til verðlaunahafa og staðfesting þess að viðkomandi sé fyrirmynd annarra á því sviði sem um ræðir.

Starfsmenn velferðarsviðs og annarra sviða Reykjavíkurborgar, notendur velferðarþjónustu og samstarfsaðilar geta tilnefnt einstakling, starfstað, hóp/verkefni sem vakið hefur athygli fyrir eftirtektaverða alúð, þróun og/eða nýbreytni  í velferðarþjónustu árið 2016.

Tilnefningar skulu hafa borist valnefnd fyrir 31.janúar nk.  Aðsetur hennar er á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. 

Netfang: hvatningarverdlaun.velferðarrads@reykjavik.is

Nánar um hvatningarverðlaunin

Tilnefning til hvatningarverðlaunanna - eyðublað

Auglýsing