Húnakló eytt við Vesturbæjarlaug

""

Á grasflötinni og í beðum umhverfis Vesturbæjarlaug er að finna plöntuna Húnakló.  Í dag var eitrað í beðum og grasflötin slegin við laugina. Húnaklóin er varasöm fyrir fólk því safinn í stilkum og blöðum getur valdið brunasárum.

Úðað er með  illgresiseyðinum Dicotex til að eyða klónni.  Úðað var í morgun og svæðið merkt til að vara vegfarendur við. Fólk ætti að gæta þess að gæludýr fari ekki inn á svæðið umhverfis laugina fyrst eftir úðun.

Húnaklóin telst ágeng í íslenskri náttúru og dreifir sér mjög hratt.  Reykjavíkurborg vill takmarka útbreiðslu Húnaklóa í borginni og verður unnið samkvæmt aðgerðaáætlun þess efnis í sumar.

Það er fyrirtækið Hreinir garðar sem sér um framkvæmdina.