Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu Kringlusvæðisins

Skipulagsmál

""

Reykjavíkurborg og Reitir auglýsa eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðar uppbyggingu Kringlusvæðsins í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að fá fram spennandi og framsæknar hugmyndir um framtíðarskipulag Kringlusvæðisins.

Eitt megin markmiðið er að sýna lausnir á því hvernig Kringlan og svæðið þar í kring geti vaxið og dafnað bæði með tilliti til verslunar, þjónustu og búsetu.
Þá er lagt upp með að landnotkun verði fjölbreyttari og að úr verði aðlaðandi borgarumhverfi, eftirsóknarvert til búsetu og starfa jafnframt því að meiri samfella verði milli verslunarmiðstöðvarinnar og nýrrar byggðar.

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að keppnislýsingu sem er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar um hugmyndasamkeppnir.

Hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið