Höldum saman upp á 17. júní

Menning og listir

""

Höfuðborgarstofa leitar nú að þátttakendum sem luma á skemmtilegum, innihaldsríkum og frumlegum atriðum og uppákomum sem leiða okkur í nýjar áttir.

Höfuðborgarstofa hefur tekið við skipulagningu hátíðahalda fyrir 17. júní í Reykjavík og leitar að hæfileikafólki til að taka þátt.

Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga og hópa sem tengjast listum, íþróttum, dansi, sögu og menningu til að taka þátt í að þróa hátíðarhöldin á 17. júní.

Hátíðarsvæðið er miðborgin, allt frá Hörpu að Hljómskálagarði.  

Taktu þátt í að lífga upp á þennan mikilvæga dag í höfuðborginni.

Opið er fyrir skráningar á 17juni.is. Valin atriði verða tekin inn í dagskrá. Umsóknarfrestur er til 14. maí næstkomandi.