Himininn yfir höfninni

Mannlíf Menning og listir

""

Fimmtudagskvöldið 22. júní mun Jón Páll Björnsson sérfræðingur hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur leiða kvöldgöngu um hafnarsvæðið og fjalla um upphaf flugs á Íslandi.
 

Fyrsta flugvélin hóf sig á loft í Vatnsmýrinni árið 1919. Sá staður átti reyndar langt í land með að verða alvöru flugvöllur, en helsti lendingarstaður flugvéla og aðal flugvöllur millistríðsáranna var Reykjavíkurhöfn. Í þessari göngu verður þessi blauta flugbraut skoðuð.  Talað verður um vélar, fólk og heimsfræga útlendinga sem lentu þarna milli 1924-1940.

Lagt verður af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17 kl. 20.00. Gangan tekur um það bil eina og hálfa klukkustund og hentar öllum. Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.