Heilsueflandi hverfi

Íþróttir og útivist Skóli og frístund

""

Heilsueflandi hverfi er verkefni sem þjónustumiðstöðvar borgarinnar leiða og markmiðið það eitt að efla lýðheilsu í öllum hverfum borgarinnar meðal íbúa á öllum aldri með áherslu á börn og unglinga.

Heilsueflandi hverfi er verkefni sem þjónustumiðstöðvar borgarinnar leiða og markmiðið það eitt að efla lýðheilsu í öllum hverfum borgarinnar meðal íbúa á öllum aldri með áherslu á börn og unglinga.  

Á fundi velferðarráðs þann 2. febrúar sl. var verkefnið kynnt ráðinu. Ráðið  samþykkti einróma við það tækifæri bókun þar sem fram kom að“ Ljóst er að mikið og mikilvægt starf er unnið í samstarfi við skóla og félagasamtök í hverfum borgarinnar með heilsueflingu og hamingju íbúa að leiðarljósi.“  en auk þess lýsti ráðið yfir ánægju og þakklæti með kynningu verkefnastjóra  hverfanna á heilsueflingu í hverfum.

Heilsueflandi hverfi er liður í forvarnarstefnu borgarinnar frá 2014 til 2019 en fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag er  þar í brennidepli. Markmið forvarna er samfélag án ofbeldis, virk þátttaka íbúa, æska án vímuefna og að byggja upp sjálfsvirðing og virðing fyrir öðrum.

Haft er að leiðarljósi að að börn og unglingar eigi uppbyggilegar samverustundir með fjölskyldu sinni. Lögð er áhersla á fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag þar sem öll börn hafi jöfn tækifæri, tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, líði vel og hafi sterka sjálfsmynd.  Líkt og starfsmenn í skóla-og frístundastarfi gegna foreldrar, forráðamenn og nánustu ættingjar stóru hlutverki sem fyrirmyndir í forvörnum.

Margir koma að samstarfi um heilsueflandi hverfi; Gróska, Fróðir foreldrar,  skólar, skátafélög, íþróttafulltrúar, kirkjan, dansfélög, forvarnarfulltrúi framhaldsskólanna, fulltrúi foreldrafélags skólanna, verkefnastjórar, unglingaráðgjafar þjónustumiðstöðvar, ungmennaráð hverfa og lögregla.

Allar borgarstofnanir bera ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd forvarnarstefnunnar en velferðarsvið ber ábyrgð á heildstæðu forvarnastarfi Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með að að framfylgja henni.

Breytilegt er eftir hverfum hvernig heilsuefling er útfærð en hvert hverfi hefur gert ítarlega áætlun með tilliti til íbúasamsetningar í sínu hverfi. Lögð er áhersla á að skima líðan barna og virkja foreldra í forvörnum í samvinnu við skóla- og frístundasamfélagið. Forvarnaráætlun er skipt niður í aldurshópa í ljósi þroska og reynslu.

Einnig  er unnið að verkefni sem stuðlar að heilsueflingu meðal eldri borgara í hverfum borgarinnar og er verið að bæta þeirra að grænum svæðum og  leik- og útivistarsvæðum öllum íbúum til hagsbóta.

Fylgigögn:

Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2014-2019

Stöðumat II á innleiðingaráætlun forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2019

Kynning þjónustumiðstöðva á innleiðingu heilsueflingar og forvarna í sínu hverfi.