Heilsueflandi Árbær og Grafarholt

Skóli og frístund Velferð

""

Þann 4. júní 2013 gerðu Reykjavíkurborg og Embætti landlæknis með sér samkomulag um að taka upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkursamþykkti í maí 2016 að þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar myndu leiða verkefnið í samstarfi  allra stofnana í hverfunum.

Forvarnarverkefninu Heilsueflandi Árbær og Grafarholt er ætlað að ná til allra stofnana í hverfinu með það að markmiði að verða heilsueflandi samfélag. Stofnanir, hverfisráð og félagasamtök í hverfinu gegna mismunandi hlutverkum í heilsu og forvörnum en eiga þó sameiginlegt að vera mikilvægir aðilar. 

Þann 10.maí 2017 hittust fulltrúar allra stjórnenda stofnana, fulltrúar íþróttafélaganna og formenn hverfisráða í hverfi Árbæjar og Grafarholts.

Undirrituð var yfirlýsing um að hefja samstarf sem beinist að heilsueflandi samfélagi, heilsueflandi skóli, heilsueflandi frístund og að vinna að auknum jöfnuði fyrir börnin og alla íbúa í hverfinu. Samkomulaginu er ætlað að leiða til betri lýðheilsu íbúa í Reykjavík. Innleiðing verkefnisins mun einnig taka mið af forvarnaráætlun hverfanna sem byggð er á forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar.

Formaður velferðarráðs, Ilmur Kristjánsdóttir og sviðsstjóri skóla – og frístundasviðs, Helgi Grímsson voru gestir fundarins.

Í forvarnarverkefninu Heilsueflandi Árbær og Grafarholt er lögð höfuðáhersla á fjögur viðfangsefni, næringu, hreyfingu, líðan og lífsstíl.

Verkefnastjóri heilsueflingar, Arna Hrönn Aradóttir og verkefnastjóri félagsauðs og frístunda, Trausti Jónsson á þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts hafa umsjón með verkefninu og leiða vinnu við aðgerðaráætlun. Unnið verður í samstarfi með eins og áður segir við eftirfarandi hagsmunahópa í hverfunum; leik- og grunnskóla, frístundamiðstöðvar ungmenna, ungmennaráð, íþróttafélög, eldri borgara, heilsugæsluna, íbúasamtök og hverfisráð.