Hátíð í miðborginni á 19. júní

Mannlíf Menning og listir

""
Það verður fjölbreytt dagskrá í Reykjavík þann 19. júní 2015 á aldarafmæli kosningarréttar kvenna. Dagskráin er enn í vinnslu og er uppfærð eftir því sem ný atriði berast. 
Út um alla miðborg verða viðburðir í boði í tilefni dagsins. 
 
Óðinstorg kl. 11-11.40
Listahópar Hins hússins
– Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur M. Ingólfsdóttir skipa tónlistarhópinn Náttsól.
Þær flytja lög eftir íslensk kventónskáld
– Unnur Sara Eldjárn flytur lög af nýrri sólóplötu með eigin gítarundirleik
 
Hljómskálagarðurinn og Hallveigarstaðir kl. 12.00-14.00
 
12.00-13.00   Gjörningaklúbburinn við Perlufestina í Hljómskálagarði
13.15               Ganga frá Perlufesti í Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu
13.30               Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, leggur blómsveig
                         á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
14.00               Opið hús að Hallveigarstöðum, Túngötu 14
 
Ráðhús Reykavíkur kl. 13.00-17.00
 
– Fjölbreytt dagskrá í boði ungra femínista, #ungfem, undir yfirskriftinni Engin helvítis blóm!
Tónlist frá Hljómsveitt 
Uppistand: Bylgja Babýlons og Snjólaug Lúðvíksdóttir
Myndbandasýning frá #freethenipple í boði Nönnu Hermannsdóttur, Öddu Þóreyjar Smáradóttur og Ölmu Ágústsdóttur
Myndband frá Kitty Von Sometime
Fyrirlestur Eydísar Blöndal og Bjarkar Brynjarsdóttur um drusluskömmun
Fyrirlestur Steinunnar Ólínu Hafliðadóttur um brotaþolendaskömm
Skiltagerð í samvinnu við Druslugönguna
Myndlist eftir Heiðrúnu Grétu Viktorsdóttur, Hildi Ásu Henrýsdóttur og Camillu Reuter
Helstu tíðindi úr byltingum vetrarins, #konurtala og #freethenipple (bolir til sölu!)
Opinn míkrófónn, ljóðlist og ýmislegt fleira
 
Bergsson mathús kl. 14.30-15.30 
– Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir lesa úr væntanlegri bók um reynslu kvenna af fóstureyðingum
 
Lækjargata ómar kl. 14.30-15.30
 
– Söngfjelagið við Stjórnarráðið
– Nýlókórinn við styttuna Vatnsberann
– Sönghópur frá Domus Vox við styttuna Móðurást
 
Austurvöllur ómar kl. 15.00-16.00
 
– Karlakórinn Þrestir
– Söngsveitin Fílharmónía
 
Skrúðganga kl. 15.30
 
– Barnakór Vatnsendaskóla með íslenska fána leiðir göngu frá Miðbæjarskólanum inn á Austurvöll
 
Athöfn við Austurvöll kl. 16.00-17.00 (bein sjónvarpsútsending RÚV)
 
Kynnir er Þórunn Lárusdóttir leikkona
 
– Kórsöngur allra kóra
– Ávarp til æskunnar: Frú Vigdís Finnbogadóttir talar frá svölum Alþingishússins
– Léttsveit Reykjavíkur frumflytur lag og ljóð samin í tilefni afmælisársins
– Ávarp forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, frá svölum Alþingishússins
– Barnakór Vatnsendaskóla syngur
– Afhjúpun listaverks
– Léttsveit Reykjavíkur og Kvennakórinn Katla syngja
– Baráttuávarp, Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands
 
Ráðhús Reykjavíkur kl. 17.00
 
– „Brjóstin brennd“. Gjörningur
– Söngflokkurinn Áfram stelpur flytur nokkur lög
– Verðlaun afhent í smásagnasamkeppni
– Unnur Sara Eldjárn flytur tónlist
 
Ölstofan kl. 18.00
– Dagbjört Hákonardóttir og María Helga Guðmundsdóttir frá Gettu betur stelpum sjá um
spurningakeppnina Drekktu betur
 
Guðsþjónusta kl. 20.00
 
– Kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni
 
„Höfundur óþekktur“ kl. 20.30, tónleikar í Hörpu
 
Tónleikar KÍTÓN á vegum Framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í Hörpu
Þema: Höfundaverk kvenna. Tónleikunum er sjónvarpað beint á RÚV
 
Opnun sýninga kl. 15.00 og 17.00
 
15.00 „Hvað er svona merkilegt við það? – Störf kvenna í 100 ár“. Sýning verður opnuð í Þjóðminjasafninu
17.00 „Tvær sterkar“. Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur og hinnar færeysku Ruth Smith verður opnuð á Kjarvalsstöðum
 
Allan daginn – sýningar um bæinn – kl. 08.00-19.00.
 
08.00-19.00    „VERA:KVEN:VERA“. Innsetning Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur í Ráðhúsi Reykjavíkur
09.00-17.00    „Vér heilsum glaðar framtíðinni“.  Sýning í Þjóðarbókhlöðu
10.00-17.00    „Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum“. Sýning í Árbæjarsafni.
Ókeypis inn og leiðsögn um þátt kvenna í öllum húsum safnsins kl. 11.00 og 14.00
11.00-18.00    „Ásýnd kvenna við upphaf kosningaréttar 1915“. Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi
11.00-18.00    „Sjókonur. Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð“. Sýning í Sjóminjasafninu