Hagir og líðan reykvískra unglinga

Velferð Skóli og frístund

""

Rannsóknir og greining kynntu i dag niðurstöður rannsókna um hagi og líðan nemenda í 8., 9., og 10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.  

Þar var m.a. vímuefnaneysla unglinga skoðuð og greindir þættir sem hafa áhrif á líkur á áhættuhegðun svo sem vímuefnaneyslu, t.d. samband við foreldra, stuðningur og eftirlit, útivistartími, viðhorf til náms, líðan í skóla og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og tómstundastarfi. Einnig er greint frá niðurstöðum um tölvunotkun og neteinelti meðal nemenda.

Forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum hefur verið öflugt undanfarin ár og samstarf við foreldra og frjáls félagasamtök hefur aukist.  Byggt er á traustum rannsóknum og unnið í samstarfi þeirra aðila sem að uppeldi ungmenna koma, bæði fagaðilum, þeim sem vinna með ungmennum á vettvangi og forsjáraðilum og er ánægjulegt að sjá þann árangur sem orðið hefur meðal unglinga á grunnskólastigi síðustu tvo áratugi og ræður þar miklu eftirlit, stuðningur og magn þess tíma sem er varið með unglingnum, þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi o.fl.

Reykjavíkurborg hefur nýlega samþykkt Forvarnastefnu til ársins 2019 og munu niðurstöður þessara rannsókna m.a. verða nýttar við vinnu aðgerðaráætlunar Forvarnastefnunnar.

Hagir og líðan unglinga í Reykjavík 2014.

Ýmsar niðurstöður og greinar um lífsvenjur ungmenna, rannsoknir.is.