Gríðarmikill snjór í Reykjavík

Samgöngur Umhverfi

""

Gríðarmikill snjór féll í Reykjavík í nótt og hefur veðurstofan gefið út að um met sé að ræða en víða í borginni er 51 sentimetri af jafnföllnum snjó. Fólk er hvatt til þess að hafa hægt um sig og fara alls ekki af stað á vanbúnum bílum. Unnið er við snjómokstur samkvæmt áætlunum í borginni með um 40 tækjum.

Öll snjómoksturstæki, um 40 talsins, vinna nú að því að moka stofnbrautir en þarnæst er farið í að ryðja þær götur sem tengja stofnbrautirnar saman. Farið verður í húsagötur um leið og búið er að moka fyrrnefndar götur. Ljóst er af umfangi verksins að það mun taka nokkra daga að moka húsagötur í borginni og er fólk beðið um að sýna þolinmæði. Hægt er að kynna sér vetrarþjónustu í borginni hér.