Grandaborg heimsótti Vesturreiti

Velferð Skóli og frístund

""

Börn á leikskólanum Grandaborg
heimsóttu félagsmiðstöðina Vesturreiti þann 9. apríl síðastliðinn

Vorið heldur nú innreið sína í félagsmiðstöðina Vesturreiti, Aflagranda 40.Alla síðustu viku nutum við myndlistarsýningar leikskólabarna ; mynda sem eru fullar lífi, ást og litagleði .
Á hverjum miðvikudegi er söngstund við píanóið á dagskrá og þennan miðvikudag fékk sönghópurinn stórkostlegan liðsauka frá börnunum. Húsið ómaði af hlátri og söng barnaradda og hinna eldri. Íslenskum ljóða- og lagaperlum voru gerð frábær skil.
Sýning barnanna mun hanga hér uppi til 17. apríl og allir eru velkomnir að koma í heimsókn, skoða sýninguna ,setjast niður yfir kaffibolla og heimabökuðum kræsingum.