Göngugötur á aðventu í miðborginni

Umhverfi Mannlíf

""

Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborginni á aðventunni því allar helgar til jóla verða valdar götur göngugötur frá kl. 13 á laugardegi til kl. 8 á mánudagsmorgni. Á Þorláksmessu og á aðfangadag verða göngugötur opnar frá klukkan 15.00.

Göturnar sem helgaðar verða gangandi eru Laugavegur fyrir neðan Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis og Skólavörðustígur er göngugata neðan Bergstaðastrætis, Bankastræti að  Austurstræti og Pósthússtræti.  Heimilt er að aka þvert yfir Laugaveg af hliðargötum.