Gæði strandsjávar við Grundarhverfi á Kjalarnes

Heilbrigðiseftirlit

""

Niðurstöður mælinga úr sýnatöku við sjósundsstaðinn á Kjalarnesi þann 13. september sl., sem bárust eftirlitinu 18. september, voru undir viðmiðunarmörkum, einnig þær sem bárust 20. september.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist með og vaktar gæði strandsjávar í grennd við skólpútrásina frá hverfisrótþrónni á Kjalarnesi.

Niðurstöður mælinga úr sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við sjósundsstaðinn á Kjalarnesi þann 13. september sl., sem bárust eftirlitinu 18. september, voru undir viðmiðunarmörkum fyrir flokk eitt ef miðað er við reglugerð um baðstaði í náttúrunni, nr. 460/2015. Í sýninu voru saurkólígerlar 302/100 ml og enterókokkar 15/100 ml.

Viðvörunarskilti næst útrásinni er sem áður í gildi og niðurstöður úr gerlarannsóknum þar sýna að gildi eru yfir viðmiðunarmörkum. Sýnataka var endurtekin 19. september og sýna bráðabirgðaniðurstöður niðurstöðuna: 1/100 ml. saurkólígerlar