Fyrirmyndarverkefni hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

Velferð

""

Föstudaginn 22. nóvember síðastliðinn fékk Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða afhentar gæðaviðurkenningar Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB fyrir að eiga frumkvæði að, halda utanum og stýra Comenius Regio og Leonardo fyrirmyndarverkefnum.

Innlendir samstarfsaðilar þjónustumiðstöðvarinnar í Comenius Regio SPICE verkefninu voru Frístundamiðstöðin Kampur, Tækniskólinn, Austurbæjarskóli, Háteigsskóli og Borgarbókasafnið. Á Spáni voru það menntastofnanir og frjáls félagasamtök í Asturias héraði. Nánari upplýsingar um SPICE verkefnið má nálgast hér: http://comeniusregiospice.wordpress.com.

Samstarfsaðilar þjónustumiðstöðvarinnar innanlands í Leonardo verkefninu Miðlum jafnt á milli (e. Share And Share Alike SASA) voru Fjölmenningarsetur, Ráðhús Reykjavíkur, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök kvenna af erlendum uppruna og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Í Lissabon í Portúgal voru samstarfsaðilarnir stofnanir sem tengjast málefnum innflytjenda, flóttamanna, fórnarlamba mansals og hælisleitenda. Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér:

Ungmennaráð Miðborgar og Hlíða fékk einnig viðurkenningu fyrir myndband um einelti.

Eitt aðalmarkmið menntaáætlunar Evrópusambandsins er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á samstarf og samnýtingu reynslu og þekkingar um menntun og þjálfun innan Evrópu. 

Verkefnunum hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða stýrði Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri og kennsluráðgjafi.

Kynningarglærur um verkefnið Miðlum jafnt á milli.