Fundur um veitinga- og gististaði

Skipulagsmál

""

Opinn kynningarfundur um drög að breytingum á aðalskipulagi vegna breyttra heimilda um veitinga- og gististaði verður haldinn miðvikudaginn 21. júní kl. 17 í húsnæði Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12 – 14.

Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir opnum kynningarfundi um gildandi stefnu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 – 2030 um veitinga- og gististaði og drög að breytingatillögu á henni varðandi breyttar heimildir um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum.

Efni fundarins: Hvaða atriði aðalskipulagsins eru til endurskoðunar og hverjar eru forsendur fyrir breytingunum?
Breytingartillögur: Drög að breyttum heimildum um veitinga- og gististaði eftir landnotkunarsvæðum.

Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 12-14, á 7. hæð og er gengið inn um eystri inngang.

Öll velkomin