Fossvogsskóli birtir matseðla með næringargildi máltíða

Skóli og frístund

""

Hverjum matseðli er fylgt úr hlaði með næringarútreikningi til að foreldrar geti betur áttað sig á samsetningu hverrar máltíðar. 

Fyrir tæpu ári hóf mötuneytisþjónusta skóla- og frístundasviðs að innleiða þjónustustaðal fyrir mötuneyti leik- og grunnskóla. Einn þáttur í innleiðingunni er að allir matseðlar í skólum Reykjavíkurborgar verði næringarútreiknaðir og í samræmi við ráðleggingar Embætti Landlæknis.

Allir skólar munu fá aðgang að gagnagrunninum þegar þjónustustaðallinn hefur verið innleiddur í öllum hverfum. Nú þegar hafa tvö hverfi byrjað að nota gagnagrunninn við matseðlagerð, Grafarvogur og Laugardalur/Háaleiti og Fossvogsskóli er fyrsti skólinn til að birta næringarútreiknaða matseðla á heimasíðu sinni. Á þeim má sjá meðaltals næringarsamsetningu og innihald hráefna í matseðlum.