Forvarnarsjóður

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnarverkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Hverfisráð veita styrki til verkefna í hverfum, en velferðarráð til almennra verkefna í borginni, að fenginni umsögn samráðshóps um forvarnir.
Verkefnin gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að forvörnum í borginni.
Stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra geta ekki sótt um styrki í sjóðinn en geta verið samstarfsaðilar í verkefnum sem aðrir sækja um styrk til.
Sótt er um styrkinn á heimasíðu sjóðsins www.reykjavik.is/forvarnarsjodur
Umsóknarfrestur rennur út í lok dags, 15. mars 2014
Til úthlutunar úr Forvarnarsjóðnum árið 2014 koma alls 10 milljónir króna
 
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja:
 Forvarnir í þágu barna og unglinga
 Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar
 Bætta lýðheilsu
 Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs
 Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni
 
Ef þið óskið eftir aðstoð við að sækja um í verkefni innan Vesturbæjar getið þið haft samband við Hörð íþrótta- og tómstundaráðgjafa í Vesturgarði í síma 411-1700