Fornbíladagur á Árbæjarsafni

Mannlíf Menning og listir

""
Sunnudaginn 3. júlí verður boðið upp á hina árvissu og vinsælu fornbílasýningu á Árbæjarsafni. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti.
Heimsókn á Árbæjarsafn gefur fólki kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Starfsfólk klæðist fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu verður tóskapur til sýnis. Í haga eru kindur, lömb og hestar.
Safnið verður opið kl. 10-17 en sýning Fornbílaklúbbsins hefst kl. 13.

Heitt verður á könnunni í Dillonshúsi og boðið upp á þjóðlegar og heimilislegar veitingar.

Allir velkomnir. Frítt inn fyrir yngri en 18 ára sem og 70 ára og eldri.
 
***
Árbær Open Air Museum
Sunday July 3, 13:00 – 16:00

The Annual Antique Automobile Day at Árbær Open Air Museum

The annual Antique Automobile day will be held on Sunday July 3rd at Árbær Open Air Museum. Members of the Classic Car Club of Iceland will be on site to chat with guests.

At Árbær Open Air Museum visitors can experience a journey back in time and learn how Reykjavík developed from a few scattered farms into the capital of Iceland. During the summer months, staff wears period costumes and in the pastures you will see horses, sheep and lambs. Guided tour daily at 1 pm (13:00).

At Árbær Farm the housewife offers freshly baked scones (lummur) and guests can see yarn being spun in the traditional way.

Coffee is available in Dillon´s House, the museum´s coffee shop. The museum will be open on Sunday from 10am -17pm and the cars will be arriving around noon.

Admission is free for children 17 years and younger and 70 years and older.