Fjórða græna skrefið handan við hornið hjá Vesturgarði

""

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarður tók ákvörðun um að taka græn skref  í átt að umhverfisvænni vinnustað haustið 2012. Sama ár var veitt viðurkenning fyrir fyrsta græna skrefið hjá starfsmönnum þjónustumiðstöðvarinnar.

Starfsmenn unnu markvisst að því að safna öllum grænu skrefunum, en þau eru fjögur talsins.  Í janúar 2013  kom viðurkenning fyrir skref tvö í hús og með því sýndu starfsmenn Vesturgarðs að þeim væri alvara með að klára öll skrefin auk þess að sýna öðrum starfsmönnum borgarinnar að nú skyldi unnið af krafti í að klára þetta verkefni.

Viðurkenning fyrir þriðja græna skrefið var veitt í lok síðasta árs (2014) og teljum við að þekking starfsmanna á umhverfismálum sé meiri en áður. Fjórða skrefið er rétt handan við hornið en starfsmenn vilja halda áfram að gera enn betur í endurnýtingu og flokkun á komandi árum. Að sjálfsögðu eru allir starfsmenn afar glaðir með þennan áfanga og skora á aðrar stofnanir innan borgarinnar að taka græn skref og efla þannig umhverfisvitund starfsmanna borgarinnar. 

Á myndinni má sjá árangurinn sem náðst hefur í flokkun á rusli.

Meira um græn skref í starfsemi borgarinnar.