Eru jólin hátíð allra barna?

Velferð Skóli og frístund

""

Eru jólin hátíð allra barna? Um þetta er spurt á fundi Náum áttum hópsins sem haldin verður á Grand hótel miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8.15-10.00.

Er velferð, vernd, virkni og virðing höfð að leiðarljósi í jólahaldi með börnum? Náum áttum er forvarna- og fræðsluhópur um velferð barna og unglinga og meðal verkefna hópsins er að halda opna fundi um málefni sem varða forvarnir og réttindi barna og unglinga.

Þar munu halda erindi:

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnin kirkjunnar, fjallar um markaðssetningu jólanna.
Ása Margrét Sigurðardóttir, sálfræðingur hjá SÁÁ, spyr í sínu erindi hvort áfengisneysla foreldra sé viðeigandi í kringum börn á jólunum?
Valgerðu Halldórsdóttir, félagsráðgjafi MA, fjallar um jól í stjúpfjölskyldum undir heitinu Gerum ráð fyrir breytingum - og lífið verður léttara!

Fundarstjóri verður Salbjörg Bjarnadóttir, og mun hún stjórna umræðum eftir að erindi hafa verið flutt.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.100 krónur en innifalið í því er morgunverður. Fundirnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Auglýsing fyrir morgunverðarfund Náum áttum 26. nóvember 2014.