Endurbætur á leiksvæðum, torgum og opnum svæðum

Mannlíf Umhverfi

""

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna „Leiksvæða, torga og opinna svæða“ árið 2017.

Um er að ræða endurgerð á 5 leiksvæðum, ýmsar lagfæringar og endurnýjun í Grasagarði, á Klambratúni og við Tjörnina. Farið verður í endurgerð á Freyjutorgi og haldið verður áfram með verkefnið „Torg í biðstöðu“. Kynning á framkvæmdum

Ráðist verður í endurgerð opinna leiksvæða á eftirfarandi stöðum:
Kjalarland/Hulduland, Næfurás, Rauðás, Reykás og Traðarland. Leiksvæðin veru endurgerð í samræmi við leiksvæðastefnu Reykjavíkur.
Á þeim stöðum þar sem lýsing verður endurnýjuð verður komið fyrir birtu- og hreyfiskynjurum til stýringar.
Freyjutorg verður endurnýjað og þar verður komið fyrir grenndarstöð með djúpgámum. Torgsvæðið verður hellulagt og snjóbrætt og komið verður fyrir bekkjum og gróðurkerum.
Á Klambratúni verður haldið áfram framkvæmdum frá 2016 sem miða að því að útbúa skjólgott rými til dvalar og leikja.
Í Grasagarði verða endurgerðar göngubrýr, gróðurbeð, hellulagnir o.fl.
Haldið verður áfram lagfæringum á Tjarnarkanti og nánasta umhverfi.

Auglýst verður eftir umsóknum um torg í biðstöðu í mars og gert ráð fyrir að velja úr umsóknum í byrjun apríl. Þá skýrist betur hversu mörg verkefnin verða og á hvaða stöðum. Kostnaðaráætlun vegna þessara verkefna er 165 m.kr.