Brúðubíllinn sýnir í Árbæjarsafni

Skóli og frístund Mannlíf

""
Brúðubílinn heimsækir Árbæjarsafn fimmtudaginn 28. júlí kl. 14. Í júlí er Brúðubílinn stútfullur af sögum og söng. Allir íbúar Brúðubíllsins taka þátt og hittum við meðal annars Lilla og Dúsk og er það ávísun á pottþétta skemmtun!
Að lokum syngja allir saman um sumarið og sólina. Það er frítt inn á safnið á meðan á sýningu stendur
 
Eftir sýningu Brúðubíllsins er tilvalið fyrir yngstu kynslóðina að heimsækja sýninguna „Komdu að leika“ í einu safnhúsinu sem kallast Landakot en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum mega að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli verður hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum.
 

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.

Sjá viðburðadagskrá á www.borgarsogusafn.is.

 
Árbær Open Air Museum - Puppet show in Icelandic

Iceland's most famous puppet show company will visit the museum on Thursday July 28 at 14:00. There will be a lot of singing and Lilli and Dúskur will tell some funny stories. Finally everybody will sing together songs about the summer and the sun.

Free admission during the show. Spoken language Icelandic.

After the show we recommend a visit to the exhibition "Come and play" in one of the museum building called Landakot which contains a variety of toys from various times that children are free to play with. In addition, the museum has a fun outdoor playground and "cars" children can climb in and push around the museum site.

Árbær Open Air Museum is open daily in the summer from 10:00 – 17:00.

Please have a look at our event calendar at www.reykjavikcitymuseum.is.