Borgarstjórn skorar á Alþingi

Stjórnsýsla

""

Borgarstjórn samþykkti á fundi, sem nú stendur yfir, ályktunartillögu þar sem skorað er á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu. Tillagan var samþykkt með tíu atkvæðum borgarfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram breytingartillögu sem var felld.

 

Ályktunartillaga borgarstjórnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu þjóðarinnar að
ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu

Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið.