Borgarstjóri sendir samúðarskeyti til borgarstjóra Barcelona

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona samúðarskeyti vegna árásarinnar við Katalóníutorgi í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólk lést eða slasaðist alvarlega.

Skeytið er svohljóðandi:

Frú Ada Colau, borgarstjórinn í Barcelona

Kæri borgarstjóri,

Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað við Katalóníutorg í miðborg Barcelona í gærdag.

Við verðum að standa vörð um samfélag okkar þar sem sjálfsögð gildi eins og frelsi og réttlæti, lýðræði og umburðarlyndi gera íbúum okkar kleift að lifa saman í sátt og samlyndi – og vinna gegn öflum haturs og ofbeldis sem leiða af sér þau voðaverk sem unnin voru í Barcelona í gær. 

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Barcelona og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.

Reykjavík, 18. ágúst 2017

Dagur B. Eggertsson
borgarstjórinn í Reykjavík

 

Samúðarskeytið er svohljóðandi á katalónsku:

Senyora Ada Colau, alcaldessa de Barcelona

Benvolguda alcaldessa,

En nom de tots els residents de la ciutat de Reykjavík li ofereixo les meves més sentides condolences pels tràgics esdeveniments que van tenir lloc ahir a prop de la Plaça Catalunya al centre de la ciutat de Barcelona.

Hem de salvaguardar la nostra societat on els valors inqüestionables, com la llibertat i la justícia, la democràcia i la tolerància, fan possible que els nostres residents visquin en pau i harmonia – i lluitar contra les forces d'odi i de violència que condueixen a actes de barbàrie com els que es va dur a terme a Barcelona ahir.

Els nostres pensaments acompanyen a les víctimes, als barcelonins i a les barcelonines i a tots aquells que hagin patit una pèrdua provocada per aquestes incomprensibles atrocitats. 

Reykjavík, 18 d’agost de 2017

Dagur B. Eggertsson

alcalde de Reykjavík