Borgarstjóri í Breiðholti

Mannlíf Skóli og frístund

""

Dagur borgarstjóri heimsækir í dag ýmsar stofnanir í Breiðholti og í kvöld kl. 20.00 verður opinn íbúafundur í Gerðubergi. 

Borgarstjóri hóf yfirreið sína í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, þar sem hann hitti nemendur og starfsfólk og kynnti sér ýmsar nýjungar í skólastarfinu, eins og vinnu nemenda í Fab-Labinu og Framtíðarskólastofunni sem nemendur innréttuðu sjálfir. Þá snæddi hann hádegisverð með nemendaráðinu og skoðaði skólann. Borgarstjóri fór næst í Hólabrekkuskóla þar sem hann fundaði með skólastjórum fimm grunnskóla í hverfinu.  Síðdegis fór hann á framkvæmdasvæði Félags eldri borgara, FEB, við Árskóga og en þar er verið að byggja 68 íbúðir fyrir aldraða. Að lokum lá leiðin í félagsstarfið í Árskógum þar sem hann fékk sér kaffisopa með eldri borgurum. 

Í kvöld verður íbúafundur í Gerðubergi þar sem borgarstjóri fallar um Breiðholtið í máli og myndum og Þórdís Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöðinni, mun kynna lheilsueflingu í hverfinu. Fundarstjóri er Nichole Leigh Mosty, formaður hverfisráðs Breiðholts. Öll velkomin.