Bláir sumarblómatónar

Umhverfi

""

Bláir tónar eru greinilegir í blómaflórunni en heildarfjöldi sumarblóma í Reykjavík eru um 130 þúsund. 

Sumarblómin í Reykjavík blómstra um þessar mundir en eru þó seinni til en undanfarin ár vegna tíðafars. Meginlitur sumarsins er blátt yfir í lilla og meðal jurta má sjá Kínadrottningar í fjölbreyttum fjólubláum litum, hádegisblóm, mánafífill, daggarbrá, kornblóm, silfurkambur, snædrífa, sumarljómi, fiðrildablóm, skrautnál, sólargull og hádegisblóm og appelsínugular morgunfrúr. 

Blóm í öllum regnbogans litum nutu sín vel í sólinni fyrri hluta vikunnar, þessar myndir eru teknar á Austurvelli.

Skrifstofa reksturs og umhirðu á umhverfis- og skipulagssviði hefur umsjón með sumarblómunum en blátt yfir í lilla er þemalitur sumarsins.