Árbæjarskóli og Langholtsskóli áfram í Skrekk

Skóli og frístund

""

Skrekkur hæfileikakeppni grunnskólanna hófst í Borgarleikhúsinu mánudaginn 6. nóv. þegar fyrstu undanúrslitin fóru fram. Árbæjarskóli og Langholtsskóli fóru með sigur af hólmi, en alls taka 26. skólar þátt í keppninni. 

 Níu grunnskólar tóku þátt í undanúrslitum fyrsta kvöldið; Vogaskóli, Landakotsskóli, Fellaskóli, Seljaskóli, Langholtsskóli, Klébergsskóli, Austurbæjarskóli, Vættaskóli og Árbæjarskóli. Alls stigu því um 220 ungmenni á stokk í Borgarleikhúsinu fyrsta kvöld hæfileikakeppninnar og sýndu margvíslega hæfileika á sviði í frumsömdum atriðum.  Leikar fóru svo Árbæjarskóli og Langholtsskóli komust áfram í úrslit. Annað undanúrslitakvöldið er í Borgarleikhúsi í kvöld, og  það þriðja á miðvikudagskvöldið. Keppt verður til úrslita í Skrekk í beinni útsendingu mánudaginn 13. nóvember í beinni útsendinga á RÚV.