Alþjóðlegur móðurmálsdagur

Menning og listir Skóli og frístund

""

Í dag er haldinn hátíðlegur alþjóðadagur móðurmálsins. Af því tilefni bauðst leikskólakennurum í borginni að sitja námskeið og vinnusmiðju um vefinn Tungumál er gjöf.

Á vefnum Tungumál er gjöf er margvíslegt stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja fagstarfð í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli.

Um fjörtíu leikskólakennarar sóttu námskeiðið þar sem farið var í gegnum kennsluefni, leiðbeint um hvernig nýta má vefinn í leikskólastarfinu og unnin verkefni um hvernig kveikja má samræður við börn og bæta foreldrasamstarf.

Alþjóðlegi móðurmálsdagur UNESCO er haldinn hátíðlegur um allan heim. Á þessu ári er lögð áhersla á mikilvægi fjöltyngiskennslu og sjálfbærni tungumála ímenntun barna. Sjá meira á heimasíðu UNESCO. 

Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar eru töluð yfir 70 tungumál af börnum, foreldrum og starfsfólki. Fögnum þeim fjársjóði sem felst í tungumálaforða þeirra sem leika og læra á þeim mikilvæga vettvangi. 

Sjá Heimurinn er hér - Stefna um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf.

Borgarbókasafnið heldur upp á Alþjóðadag móðurmálsins með því að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra að skrifa og senda bréf til ættingja og vina hvort sem þeir eiga heima á Svalbarða, Siglufirði eða Senegal. Póstkassar og leiðbeiningar verða í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins.