Almenningssamgöngur á höfuborgarsvæðinu - málþing

Umhverfi Skipulagsmál

""
Fjölmenni er á málþingi i Listasafni Reykjavíkur sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir í samvinnu við Reykjavíkurborg. Yfirskrift málþingsins er Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.  
Dagskrá:
 
1. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 2040
Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslur þess.
Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH
 
2. BORGARLÍNAN
Nýr samgönguás almenningssamgangna í svæðisskipulaginu, hlutverk og megintilgangur. Hverju breytir Borgarlínan? Hvaða áskoranir blasa við sveitarfélögunum til að gera hana að veruleika?
Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri, umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
 
3. „FLUGLESTIN“ OG SVEITARFÉLÖGIN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hvað felst í fyrirhugðu samstarfi sveitarfélaganna og fluglestarinnar? Snertifletir Borgarlínunnar og Fluglestarinnar.
Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri, Fluglestin þróunarfélag
 
4. SAMNINGUR SSH OG VEGAGERÐARINNAR V. 10 ÁRA TILRAUNAVERKEFNIS UM EFLINGU ALMENNINGSSAMGANGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Framvinda verkefnisins og næstu skref.
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri, innanríkisráðuneyti
 
5. VERKEFNIN OG ÁSKORANIR FRAMUNDAN
Samantekt og hugleiðingar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður stjórnar SSH
 
6. UMRÆÐUR OG FYRIRSPURNIR
 
Málþinginu lýkur klukkan 11.00