Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar

Mannréttindi

""

Óskað er eftir tilnefningum til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020.

Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um gott aðgengi fatlaðs fólks í Reykjavík. Þetta á við um aðila sem hafa hvatt til og stuðlað að bættu aðgengi að byggingum, borgarlandi, upplýsingum og þjónustu.

Sem dæmi má nefna ákveðin verkefni í þágu aðgengis, starfsemi sem stuðlar að bættu aðgengi, sem og hagsmunabaráttu í þágu aðgengismála.  

Þetta er í þriðja sinn sem aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar verður veitt. Fyrsti handhafi aðgengisviðurkenningarinnar var Blindrafélagið fyrir fjölbreytt starf í þágu bætts aðgengis blindra og sjónskertra. Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir hlutu viðurkenninguna þegar hún var veitt í annað sinn fyrir frumkvæði og vinnu að verkefnunum Algild hönnun umferðarmannvirkja – samanburður á norrænum hönnunarreglum og Hönnun fyrir alla í útiumhverfi – handbók.

Tilnefningar til aðgengisviðurkenningarinnar ásamt rökstuðningi sendist rafrænt á netfangið adgengi@reykjavik.is

Frestur til að skila tilnefningum er til og með 01. febrúar 2021.