Aðgengismál á Menningarnótt 2017

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Á Menningarnótt breytist miðborgin í eina allsherjar göngugötu og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins.

Á Menningarnótt breytist miðborgin í eitt stórt hátíðarsvæði og því afar mikilvægt að huga sem mest að öryggi gangandi vegfarenda og því verður lokað  fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Hér er að finna hátíðarkort og kort yfir strætóskutlur á Menningarnótt. 

Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðasvæðið. Til að mynda verður útbúið sérstakt hjólastæði við Ráðhúsið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að fá allar upplýsingar um götulokanir í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.

FRÍTT Í STRÆTÓ Á MENNINGARNÓTT
Ókeypis verður í Strætó sem keyrir samkvæmt hefðbundinni leiðartöflu fram til kl. 22.30. Þá tekur við sérstök leiðartafla sem miðar að því að koma fólki hratt og örugglega heim úr miðborginni. Hægt er að finna nánari upplýsingar um leiðarkerfi þeirra vagna Strætó sem aka í miðborgina á  vef Strætó. 

STRÆTÓSKUTLUR
Á Menningarnótt er boðið uppá ókeypis strætóskutlur kl. 07.30-1 eftir miðnætti frá bílastæðum sem aka reglulega til og frá Laugardalshöllinni, niður Reykjaveg þar sem verða settar upp tvær bráðabirgða biðstöðvar. Þær aka svo að Borgartúni og síðan er ekið með fólk að Hallgrímskirkju með viðkomu á Hlemmi. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir síðustu ár en einkunnarorð hennar eru: Legðu fjær til að komast nær. Skutlan um Borgartún hefur akstur kl. 07:30 um morguninn og verður í akstri til kl 01:00.   

AÐGENGI OG ÞJÓNUSTA
Sérstök bílastæði fyrir fatlaða og hreyfihamlaða eru á Skúlagötu, Túngötu og við Tækniskólann. Einnig verður hægt að taka leigubíl inn á Skólavörðuholt, Skúlagötu, Túngötu og BSÍ. Sérstök salerni fyrir fatlaða eru á nokkrum stöðum á hátíðarsvæðinu.