89% íbúa ánægðir með hverfið sitt

Stjórnsýsla Velferð

""

Ánægja íbúa Reykjavíkur með þjónustu borgarinnar og umhverfi var könnuð undir lok síðasta árs og liggja niðurstöður nú fyrir.  Annars vegar var gerð viðhorfskönnun á þjónustu sveitarfélagsins í heild og hins vegar þjónustu í hverfum borgarinnar.

Með skiptingu könnunarinnar eftir hverfum verður hægara um vik að bæta þjónustuna. Almennt séð voru svarendur ánægðari með þjónustu í sínu hverfi en Reykjavík í heild.  Íbúar í Vesturbæ og Laugardal eru á pari við ánægju íbúa þeirra sveitarfélaga sem skoruðu hæst í heildarkönnun.

79% íbúa telja Reykjavík góðan stað til að búa á og þegar spurt er um hverfið þá telja 89% hverfið sitt góðan stað til að búa á. 57% Reykvíkinga eru ánægðir með þjónustu borgarinnar á heildina litið og hefur hlutfall ánægðra hækkað um 10 prósentustig frá árinu 2010. 

Capacent sá um framkvæmd kannana og svöruðu 984 Reykvíkingar 18 ára og eldri í heildarkönnun og 1031 Reykvíkingur 18 ára og eldri í könnun um þjónustu í hverfunum. Sömu spurningar voru lagðar fyrir nema að því leyti að spurt var um Reykjavík sem heild í sveitarfélagakönnuninni en spurt um afstöðu til hverfa í seinni könnuninni. Kannanirnar voru framkvæmdar í október – desember.

Niðurstöður kannana Capacent Gallup: