Aðalskipulag Reykjavíkur

Í tilefni af endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur er boðað til opinna húsa í öllum hverfum borgarinnar á næstu vikum.

Fundurinn í þínu hverfi verður fimmtudaginn 22. mars, kl. 17 í Hlöðunni, Gufunesbæ.

Dagskráin er eftirfarandi :

  • Markmið og leiðarljós nýs aðalskipulags (sjá meðfylgjandi kynningarrit).
  • Hugmyndir um þróun og uppbyggingu í þínu hverfi - Þétting - samgöngur - opin svæði!
  • Vinnuhópar: hugmyndir rýndar.

Barnasmiðja verður á staðnum og eru börn sérstaklega velkomin.

Fundurinn er annars öllum opinn.

Með von um að þú hafir tíma til að leggja þitt af mörkum inn í umræðuna.

Aðalskipulag 2012 (PDF 640KB).