Miðlun, mörkun og samskipti

Teikning sem lýsir notendamiðaðri þjónustu.

Vantar þig upplýsingar eða gögn sem tengjast miðlun, mörkun eða samskiptum? Hér finnur þú ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir starfsfólk borgarinnar, hönnunar- og auglýsingastofur, fjölmiðla og aðra aðila sem sinna verkefnum á vegum Reykjavíkur eða fjalla um borgina.

""

Stílbók

Inniheldur leiðbeiningar um textagerð og miðlun í nafni borgarinnar, upplýsingar um rödd Reykjavíkur og viðmið um samræmt málfar og stafsetningu.

""

Vörumerkjahandbók

Inniheldur leiðbeinandi reglur og dæmi um birtingarmynd og framsetningu vörumerkisins Reykjavík.

""

Hanna – hönnunarkerfi

Inniheldur ýmsar leiðbeiningar, stafrænan hönnunarstaðal og hönnunareiningar fyrir þau sem sinna stafrænum verkefnum fyrir Reykjavíkurborg.

Merki Reykjavíkur

Við erum stolt af merki Reykjavíkur og viljum hafa það auðþekkjanlegt, nútímalegt og fallegt. Myndræn framsetning merkisins er skjaldarmerki og Reykjavík í réttum lit og letri. Nánari upplýsingar um notkun merkisins er að finna í Hönnu og vörumerkjahandbók.

merki reykjavíkur

Glærur

Glærusniðmát fyrir PowerPoint hefur verið útbúið, sem starfsfólk borgarinnar og önnur geta nýtt sér. Sniðmátin eru byggð á hönnunarstöðlum Reykjavíkur og því er mikilvægt að halda letri, litaskala og merki í samræmi við þá. Við mælum með að skoða góð ráð fyrir glærur áður en hafist er handa.

Teikning af verkefnalista, klukku, reiknivél og talblöðru.

Ljósmyndir

Reykjavík á sér ótal fagrar birtingarmyndir sem breytast eftir árstíðum og veðri. Í ljósmyndabankanum finnur þú fjölda mynda sem sýna fjölbreytni og persónuleika borgarinnar og má nota í umfjöllun um borgina, fréttir, kynningarefni, glærur, skýrslur og annað á vegum borgarinnar.

Myndskreytingar

Við notum myndskreytingar til að gæða efni á vef borgarinnar lífi. Í Hönnu er að finna fjölda mynda sem má nota á vef borgarinnar, í kynningarefni, glærur og fleira. Einnig er hægt að láta teikna eigin myndir samkvæmt hönnunarstaðli, en leiðbeiningar fyrir teiknara er að finna í Hönnu.

Samfélagsmiðlar

Allir samfélagsmiðlar sem starfræktir eru undir nafni eða merki Reykjavíkurborgar skulu leitast við að veita skýrar og greinargóðar upplýsingar, deila uppbyggilegu og, eftir því sem við á, jákvæðu efni sem á erindi við borgarbúa.

Efnisgerð fyrir vef

Hönnunarkerfið Hanna inniheldur upplýsingar um útlit og framsetningu efnis á vef. Aðalvefur borgarinnar fer alfarið eftir Hönnu en meiri sveigjanleiki er fyrir sérvefi. Í stílbókinni er svo að finna greinargóðar upplýsingar um textagerð fyrir vefi. 

Sniðmát fyrir skýrslur

Ertu að útbúa skýrslu eða annað formlegt kynningarefni? Í Hönnu er að finna handhæg sniðmát fyrir skýrslur sem hægt er að sníða að þínum þörfum.

Atvinnuauglýsingar

Ertu að ráða? Hér eru nokkrar útgáfur af sniðmátum fyrir atvinnuauglýingar sem eru unnar eftir hönnunarstaðli Reykjavíkurborgar. 

Samskipti við fjölmiðla

Eru fjölmiðlar að hafa samband? Samskiptateymi  og/eða upplýsingafulltrúar fagsviða veita ráðgjöf um samskipti við fjölmiðla. Um að gera að kynna sér verklagsreglur um þessi samskipti.

Fréttatilkynningar

Fréttatilkynningar á vegum borgarinnar skulu fylgja ákveðnu sniðmáti og innihalda merki Reykjavíkur á áberandi stað. Hægt er að lesa nánar um hvernig á að gera fréttatilkynningar í stílbók borgarinnar. Ávallt skal upplýsa samskiptateymi eða upplýsingafulltrúa á fagsviðum um fyrirætlanir varðandi fréttatilkynningar og önnur kynningarmál, og þau geta einnig gefið góð ráð og aðstoðað við upplýsingamiðlun.

Getum við aðstoðað?



 

Þjónustuver svarar öllum almennum spurningum um þjónustu borgarinnar í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is