Sveigjanleiki í þjónustu við fötluð ungmenni

Velferð

""

Tilraunaverkefnið Sveigjanleiki í þjónustu: „Frá barni til fullorðins“,  er nýtt verkefni hjá  velferðarsviði um þjónustu við  fötluð ungmenni  á aldrinum 17-22ja ára.

Verkefnið á að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra ungmenna  sem þurfa mikla þjónustu án þess að þau þurfi að flytjast af heimili sínu á meðan verkefnið stendur yfir.

Auglýst verður eftir þátttakendum 1. mars næstkomandi og stendur verkefnið yfir í þrjú ár. Tilgangur þess er að auðvelda  ungmennum að flytja að heiman og búa  fjarri foreldrum.

Velferðarsvið hvetur fötluð ungmenni sem hafa áhuga á þátttöku og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í reglum með tilraunarverkefninu að sækja um þátttöku frá og með 1. mars næstkomandi.